Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli tekur þátt í Erasmus+ verkefni

20.09.2017 09:52
Garðaskóli tekur þátt í Erasmus+ verkefni

Garðaskóli fékk Erasmus+ styrk til tveggja ára vegna verkefnisins “ArtVentures in Europe – in search of common roots and perspectives“. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Garðaskóla og skóla í Finnlandi, Grikklandi, Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu.

Verkefnið tengir saman listsköpun, markaðmáls og bóklegan sagnaarf. Um er að ræða nýtt valfag, þar sem nemendur í 9. bekk fá tækifæri til að vinna að því að setja upp sýningu sem byggð verður á þjóðlegum grunni, bæði frá listrænu- og viðskiptalegu sjónarhorni. Nemendur þurfa t.d. að semja handrit, búa til leikmynd, hanna búninga og fylgihluti, velja tónlist og huga að fjármálum, auglýsingum og miðasölu. Nemendur læra þannig að vinna í sameiningu að stóru verkefni. Þetta er að mörgu leyti eins og að stofna fyrirtæki þar sem allir hafa sitt hlutverk og allir verða að vinna vel saman svo allt gangi upp. Auk þess þurfa nemendur að vera í samstarfi við utanaðkomandi aðila, t.d. nemendur og kennara í leiklistar- og textílvali sem og kennara í íslensku, myndlist og textílhönnun. Einnig verða nemendaheimsóknir á milli þátttökulandanna og verður fyrsta heimsóknin

hér á landi í apríl á næsta ári. Íslensku nemendurnir munu þar fyrir utan vera í reglulegum netsamskiptum við erlenda samnemendur sína  á meðan á verkefninu stendur í þeim tilgangi að kynna sig, landið sitt, bæinn sinn, skólann sinn og sína vinnu og að sjálfsögðu fá fræðslu frá hinum þátttökulöndunum.

Halla Thorlacius og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, hafa umsjón með þessu verkefni.

 

Til baka
English
Hafðu samband