Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
14.09.2017 08:03
Aðalfundur Foreldarafélags Garðaskóla þriðjudaginn 19. september

Aðalfundur Foreldrafélags Garðaskóla verður haldinn í skólanum næstkomandi þriðjudag 19. september klukkan 20:30.

Dagskrá:
1. Formaður segir frá helstu verkefnum síðasta vetrar.
2. Gjaldkeri kynnir reikninga starfsársins
3. Heilsusamleg unglingsár - Lára G. Sigurðardóttir, læknir, doktor í lýðheilsuvísindum og foreldri í skólanum, fjallar um þær ýmsu áskoranir, gamlar og nýjar, sem mæta okkur við að ala upp hrausta unglinga
4. Spurningar og spjall

Við bjóðum alla foreldra í Garðaskóla velkomna á fundinn og hvetjum ykkur til að nota þetta tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins, hitta aðra foreldra, skiptast á skoðunum, og fá góð ráð um það hvernig við sem foreldrar getum stuðlað að heilbrigðu lífi barna okkar.

Þá hvetjum við sérstaklega þá sem áhuga hafa á að bjóða fram krafta sína í stjórn félagsins til að koma á fundinn. Við tökum nýjum meðlimum fagnandi, og óskum sérstaklega eftir liðsstyrk frá foreldrum í 8. bekk þar sem árleg endurnýjun er nauðsynleg fyrir stjórnina.

 

Hlökkum til að sjá ykkur,

stjórn Foreldrafélags Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband