Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
04.09.2017 14:58
Kynningarfundur fyrir forráðamenn 6. september

Miðvikudaginn 6. september verður forráðamönnum nemenda í Garðaskóla boðið til kynningarfundar. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá kl. 09:25.

Forráðamenn 9. og 10. bekkinga hefja daginn í heimastofu umsjónarbekkjar þar sem þeir munu fá almenna kynningu á starfi vetrarins. Forráðamenn 8. bekkinga fengu þá kynningu daginn fyrir skólasetningu.

Á sal verður boðið upp á kynningu á skyldunámsgreinum, námsefniskynningu, ásamt því að hægt verður að skoða námsáætlanir skólaársins 2017-2018.

Einnig geta gestir skoðað vinnuaðstöðu nemenda í list- og verknámi. Áhersla er lögð á skyldunámsgreinar en valgreinar verða nánar kynntar eftir áramótin.

Kennarar Garðaskóla taka á móti forráðamönnum nemenda sem hér segir:
8. bekkur: Forráðamenn mæta á sal kl. 8.10 og hafa rúman tíma til að hitta kennara skólans.
9. bekkur: Forráðamenn mæta í umsjónarstofur kl. 8.10 og hitta síðan aðra kennara á sal.
10. bekkur: Forráðamenn mæta í umsjónarstofur kl. 8.30 og hitta síðan aðra kennara á sal.

Til baka
English
Hafðu samband