Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagur Garðaskóla

21.08.2017 09:22
Fyrsti skóladagur Garðaskóla

Fyrsti skóladagur haustannar 2017 er þriðjudagurinn 22. ágúst. Nemendur mæta á sal skólans og vinna síðan með umsjónarkennara:

  • 10. bekkur kl. 8.30-13.30
  • 9. bekkur kl. 9.00-14.00
  • 8. bekkur kl. 9.30-14.30

Nemendur fá námsgögn afhent í skólanum en gögnin verða ekki öll tilbúin á fyrsta skóladegi vegna þess hversu skammur fyrirvari var að innkaupum nú í ágúst. Kennarar munu stilla starfinu fyrstu dagana inn á notkun þeirra gagna sem til eru í skólanum. Nemendur fá afhent í skólanum pappír, möppur og ritföng sem eiga að duga þeim í vetur. Ef nemandi týnir gögnum þarf hann að útvega ný sjálfur. Nemendur þurfa einnig að koma sjálfir með skólatösku undir námsbækur, fatnað fyrir íþróttatíma og vasareikni. Nánari upplýsingar um hvaða vasareiknar henta koma frá stærðfræðikennurum.

Skólamatur ehf. rekur þjónustu í matsölu Garðaskóla. Nemendur sem vilja vera í áskrift að heitum mat sækja um hana á vef Skólamatar: http://www.skolamatur.is/. Opnað hefur verið fyrir áskrift. Verðskrá hádegismáltíða hefur ekki breyst frá síðasta vori.

Starfsfólk Garðaskóla hlakkar til samstarfsins á komandi skólaári.
Til baka
English
Hafðu samband