Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingakerfið Inna tekið í notkun í Garðaskóla

17.08.2017 20:04
Upplýsingakerfið Inna tekið í notkun í Garðaskóla

Garðaskóli hefur valið að hefja samstarf við Advania um notkun á upplýsingakerfinu Innu. Í Innu munu nemendur og aðstandendur meðal annars fá upplýsingar um heimavinnu, ástundun og vitnisburð. Opnað verður fyrir stundatöflur og upplýsingar um bekki í Innu þriðjudaginn 22. ágúst.

Nemendur í 9. og 10. bekk munu fá aðgangsorð að Innu á fyrsta skóladegi (22. ágúst næstkomandi) en nemendur í 8. bekk fá aðgang í fyrsta upplýsingatæknitíma skólaársins í hverjum bekk (23.-29. ágúst).

Aðstandendur geta skráð sig inn í upplýsingakerfið eftir nokkrum leiðum; Íslykli, rafrænum skilríkjum eða aðgangsorði Innu (smellt er á "Sækja nýtt lykilorð" neðst á innskráningarsíðunni).

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

Til baka
English
Hafðu samband