Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heilsudagar Garðaskóla

07.06.2017 15:26
Heilsudagar Garðaskóla

Mikilvægur hluti af skólalokum Garðaskóla eru árlegir heilsudagar en þá koma nemendur og starfsmenn saman í leik og starfi fyrir utan veggi skólastofunnar. Þriðjudaginn 6. júní fóru allir nemendur í göngu, mismunandi leiðir eftir árgöngum. Nemendur 8. bekkja löbbuðu heim úr Kaldárseli, 9. bekkur labbaði á Helgarfell og 10. bekkur fór upp Esjuna.

Miðvikudaginn 7. júní tóku nemendur svo þátt í skólahlaupi áður en þeir kvöddu 10. bekkinga með pompi og prakt eins og hefðin segir til um. Útskriftarnemendur þökkuðu fyrir sig með að bjóða upp á glæsilega frammistöðu í fótboltaleik gegn vösku liði kennara og starfsmanna. Leikurinn endaði í 3-3 í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem nemendur fögnuðu sigri.

Foreldrafélag Garðaskóla tók virkan þátt í heilsudögunum með því að bjóða nemendum upp á heilsuboozt um morguninn og sló svo botninn í dagskrá dagsins þegar Friðrik Dór steig á svið og söng og spilaði fyrir nemendur.

Hægt er að sjá myndir frá heilsudeginum 7. júní í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband