Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur úr 8. bekk leysa af hendi verkefni á Hönnunarsafni Íslands

31.05.2017 14:47
Nemendur úr 8. bekk leysa af hendi verkefni á Hönnunarsafni Íslands

Í tengslum við óhefðbundna dagskrá á vordögum hafa nemendur í 8. bekk heimsótt ýmis söfn á höfuðborgarsvæðinu í dag og í gær. T.a.m. hafa flestir bekkir í árgangnum sótt Hönnunarsafnið við Garðatorg í Garðabæ heim.

Þar fengu nemendur verkefni tengd hlutum sem eru á grunnsýningunni Geymilegir hlutir.

Það sem nemendur spreyttu sig á var m.a. að koma með hugmyndir að hlutum til að róa fólk niður eða æsa það upp, hanna draumaskólastofuna (þar sem lazy boy-stólar komu sterkir inn), spá í dagatöl og velta upp hugmyndum að matsölustað sem byggði á Garðabæ og náttúrunni í bænum.

Að sögn Þóru Sigurbjörnsdóttur, sýningarstjóra Hönnunarsafnsins, komu margar og fjölbreyttar hugmyndir hafa fram hjá þessum skemmtilegu hópum.

 

Til baka
English
Hafðu samband