Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
02.05.2017 12:41
Stelpur í 9. bekk þátttakendur í Stelpur og tækni

Stelpur og tækni dagurinn var haldinn víða um heim fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Dagurinn er liður í kynningu fyrir stelpum á þeim fjölbreyttu möguleikum sem tækninám býður upp á og hvaða framtíðartækifæri felast í tæknigreinum. Dagskráin á Íslandi er í höndum Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Ský og einnig tóku fjölmörg íslensk fyrirtæki þátt.

Garðaskóli skráði sig til leiks líkt og fyrri ár og fóru um 40 stelpur í 9. bekk í heimsókn í Háskólann í Reykjavík og þaðan í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Í Háskólanum í Reykjavík tóku stelpurnar þátt í vinnustofu í félagslegri gervigreind og fengu þær tækifæri á að prófa forritun. Í CCP fengu stelpurnar góðar móttökur og voru leiddar um húsið og fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Dagurinn endaði á kaffistofu CCP þar stelpurnar unnu verkefni í forritinu UE4. Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri CCP bauð stelpunum svo upp á köku eftir verkefnið og hvatti þær til að gefa upplýsingatækni og ekki síst forritun gaum í framtíðinni því hún býður upp á margvíslega atvinnnumöguleika.

Í myndasafninu má finna myndir frá deginum

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband