Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
27.04.2017 10:54
Gleði fyrir starfsfólk Garðaskóla í boði foreldrafélagsins

Foreldrafélag Garðaskóla stendur í dag fyrir gleði til að sýna starfsfólki skólans þakkarvott fyrir störf þess á yfirstandandi skólaári. Þrisvar yfir daginn er boðið upp á hugleiðslu, sem Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir stýrir. Í lok hverrar hugleiðslu býðst þátttakendum hollar veitingar á kaffistofu starfsmanna. Þá hefur foreldrafélagið fært sérhverjum starfsmanni gjöf, sem inniheldur ávöxt, snyrtivörur, fallega kveðju og, einnig, kaffibolla og tertu í Ikea í boði foreldrafélagsins.

Samstarf foreldrafélagsins og Garðaskóla hefur ávallt verið blómlegt og mikilvægur hornsteinn skólastarfsins alls. Starfsfólk Garðaskóla þakkar kærlega fyrir sig!

Til baka
English
Hafðu samband