Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

„Tölum saman“-fræðsla: Samskipti foreldra og unglinga um kynlíf

05.04.2017 11:26
„Tölum saman“-fræðsla: Samskipti foreldra og unglinga um kynlíf

Dagana 5.-6. apríl fer fram fræðsla í 8. bekk sem nefnist: Tölum saman - Samskipti foreldra og unglinga um kynlíf

Dagbjört Ásbjörnsdóttir, BA í mannfræði og MA í kynja- og kynlífsfræðum heimsækir alla 8. bekkina í dag og á morgun og ræðir við hvern hóp í klukkutíma um kynlíf og kynhegðun unglinga. Samhliða fræðslunni til nemenda er fyrirhuguð fræðsla ætluð aðstandendum og nemendum saman, sem fer fram í Garðaskóla miðvikudagskvöldið 26. apríl, kl. 20:00-21:30. Allir eru velkomnir.

Forsaga verkefnisins er sú að haustið 2002 fóru stjórnendur Réttarholtsskóla í Reykjavík þess á leit við Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, Guðbjörgu Eddu Hermannsdóttur (MA í félagsráðgjöf) og Sigurlaugu Hauksdóttur (MA í uppeldis- og menntunarfræði) að veita fræðslu fyrir foreldra og nemendur um kynlíf og kynhegðn unglinga. Í ljósi góðra undirtekta hefur þessi fræðsla um langt skeið verið boðin í öðrum grunnskólum.

Fræðslan samanstendur af fyrirlestrum, hópavinnu og pallborðsumræðum. Fyrirlestur ásamt pallborðsumræðum og verkefnavinnu tekur 1½  klst.

Fyrirlesarar eru þær: 

Dagbjört Ásbjörnsdóttir

er með BA gráðu í mannfræði og MA í kynja- og kynlífsfræðum. Hún hefur unnið með unglingum fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í tíu ár og hefur verið að vinna að málefnum er varða kynlíf og kynhegðan unglinga undanfarin sex ár. Hún sat í stjórn Kynfræðifélags Íslands og hefur verið formaður Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB).

Guðbjörg Edda Hermannsdóttir

er menntaður félagsráðgjafi og með MA í félagsráðgjöf. Hún vann í átta ár á Kvennasviði Landspítalans við ráðgjöf um fóstureyðingar. Hún er í stjórn FKB, var í ráðgjafahópi fyrir ungt fólk á vegum FKB og er í stjórn Kynfræðifélags Íslands. Í dag starfar hún sem skólafélagsráðgjafi.

Sigurlaug Hauksdóttir

er menntaður félagsráðgjafi og með MA í uppeldis- og menntunarfræði. Hún hefur undanfarin þrettán ár unnið með alnæmissmituðu fólki, auk þess sem hún hefur í sex ár unnið sem ráðgjafi á Neyðarmóttökunni vegna nauðgunar þar sem ungt fólk er stærsti hópur þolenda. Hún hefur setið í stjórn FKB og fræðslunefnd FÍ en er nú í stjórn Alnæmisbarna, auk þess að sinna fræðslustörfum.

Til baka
English
Hafðu samband