Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árleg hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er hafin

31.03.2017 10:58
Árleg hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er hafin

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hefur hafið hjólasöfnun sína í sjötta sinn. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna – barnahreyfingu IOGT og ýmsa velunnara. Markmiðið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól, til þess að þau megi eflast félagslega sem heilsufarslega, jafnt líkamlega sem andlega – og ekki síst svo þau geti með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi barna.

Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar. Verkefnið getur stuðlað að valdeflingu barna, bættri umhverfisvitund og samfélagslegri ábyrgð. Enn fremur getur það stuðlað að valdeflingu foreldra sem gefst kostur á að taka þátt í viðgerðum á hjólunum undir handleiðslu hjólaviðgerðarsérfræðinga.

Hjólasöfnunin er nú hafin í sjötta sinn og lýkur upp úr miðjum maí. Sérfræðingar á sviði hjólaviðgerða munu annast viðgerðir á hjólum sem síðan verður úthlutað frá miðjum apríl.

Nánari upplýsingar um verkefnið, hvort heldur sem áhugi er fyrir því að leggja verkefninu lið eða senda inn umsókn, eru veittar á skrifstofu skólans.

Sjá einnig: https://www.facebook.com/hjolasofnunBarnaheilla

Til baka
English
Hafðu samband