Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
28.03.2017 13:02
Afmælisbörn í Garðaskóla

Það eru augljóslega margir afmælisdagar sem koma upp í skóla með hátt í 600 nemendum og starfsfólki. Stórafmæli eru þó ekki jafn algeng en í dag fagnar Kristján Rafn heimilisfræðikennari einmitt einu slíku, eða 60 árum.

Kristján Rafn er þó ekki sá eini sem á afmæli dag þar sem Hrefna Hlynsdóttir í 10. ES heldur líka upp á daginn. Í tilefni af þessum merku áföngum buðu nemendur í eðlisfræðivali, ásamt Þorkeli eðlisfræðikennara, upp á afmælissöng og undirspil á kaffistofu starfsmanna í hádeginu. Starfsfólk á kaffistofunni tók auðvitað vel undir og óskum við afmælisbörnunum innilega til hamingju með daginn.

Til baka
English
Hafðu samband