Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rútuplan vegna Íslandsmóts iðn- og verkgreina 2017, föstudaginn 17. mars, kl. 8:40

15.03.2017
Rútuplan vegna Íslandsmóts iðn- og verkgreina 2017, föstudaginn 17. mars, kl. 8:40

Föstudaginn kemur fara allir nemendur í 9. og 10. bekk í Laugardalshöllina, þar sem fram fer Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 og haldnar verða framhaldsskólakynningar.

Nemendur mæta skv. stundaskrá 8:10 og eiga að vera komnir út í rútu í síðasta lagi 8:40. Þeir nemendur sem ekki eru í tíma í fyrstu stund, mæta beint í rútuna.

Rúturnar eru merktar umsjónarbekkjum og umsjónarkennarar fylgja sínum bekk.

Við litla hringtorgið bíða tveir bílar:

„9. GE & 9. HÞS“
„9. IW & 9. KFS“

Á malarstæðinu (sem merkt er tölustöfunum 1 & 3 á myndinni hér til hliðar) bíða aðrir bílar og verða þeir merktir svona:

„9. KS & 10. RT“
„10. EE & 10. ES“
„9. EHR, 9. SSH & 10. SR“
„10. RS, 10. SÁ & 10. SR“

Brottför frá Laugardalshöllinni verður á slaginu 11:00. Kennt verður skv. stundaskrá frá og með fjórðu stund.

Vel fer á að nemendur gæti framkomu og sýni í hvívetna kurteisi meðan á heimsókninni stendur.

Til baka
English
Hafðu samband