Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhugaverð tilraun á vegum sálfræðihópsins í 10. bekk

15.03.2017
Áhugaverð tilraun á vegum sálfræðihópsins í 10. bekk

Boðið er upp á sálfræði sem valfag í 10. bekk í Garðaskóla. Viðfangsefni fagsins er margþætt og spannar meðal annars rannsóknarvinnu af ýmsu tagi. í tilefni af öskudegi ákvað hópurinn að gera smá tilraun.

Tilraunin fólst í því að kanna til hve margra nemenda hópurinn næði, frá kl 14.30 á þriðjudegi til kl 8.10 á miðvikudegi, með það að markmiði að fá nemendur til að mæta í búningum í skólann á Öskudegi. Hópurinn beytti ýmsum brögðum til að ná til samnemenda sinna og voru samskiptamiðlar óspart notaðir við verknaðinn.

Niðurstöður sýndu að hópurinn náði til mjög margra nemenda á skömmum tíma en þrátt fyrir það voru færri sem mættu í búningum en vonir stóðu til. Engu að síður var tilraunin skemmtileg og gaf vísbendingu um að með samstilltu átaki er hægt að ná samstöðu. Nemendur voru á einu máli um að ef örlítið lengri tími hefði verið til stefnu hefði verið hægt að ná meiri árangri.

Til baka
English
Hafðu samband