Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lið Garðaskóla í Skólahreysti 2017

03.03.2017 15:36
Lið Garðaskóla í Skólahreysti 2017

 Garðaskóli mun eins og fyrri ár taka þátt í Skólahreysti en þar koma saman til keppni sterkustu og fljótustu grunnskólanemendur hvers árs. Hefð hefur verið fyrir því að lið Garðaskóla sé valið fyrir opnum tjöldum, það er í íþróttasalnum, úr hópi þeirra nemenda sem tekið hafa þátt í valfaginu "Skólahreysti". Auk þess fá aðrir tækifæri á að spreyta sig ef þeir þess kjósa.

Valið á liði Garðaskóla fór fram fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn og fjölmenntu nemendur og kennarar í salinn til að styðja sitt fólk. Eftir hins ýmsu æfingar og þrautabraut var ljóst að neðantaldir nemendur verða fulltrúar Garðaskóla í Skólahreysti sem fram fer í Mýrinni, þriðjudaginn. 14 mars kl. 16:00.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Myndir frá keppninni má sjá í myndasafni.

 

Áfram Garðaskóli!


Upphífingar/dýfur (drengir):
Adrían Elí Þorvaldsson 10 – SÁ


Armbeygjur/hreystigreip (stúlkur):
Halla Sóley Jónasdótir 10 – SÁ


Hraðabraut
Þorbjörn Bragi Jónsson 10 – SR
Aðalheiður G. Kolbeinsdóttir 9 – KFS

Varamenn eru:
Kristján Mikaelsson 10 – SR
Vildís Edwinsdóttir 10 – KS

Til baka
English
Hafðu samband