Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíða- og brettadagur í Bláfjöllum hjá 8. bekk, 7. mars

02.03.2017 10:21
Skíða- og brettadagur í Bláfjöllum hjá 8. bekk, 7. mars

Þriðjudaginn 7. mars er fyrirhugaður skíða- og brettadagur í Bláfjöllum hjá 8. bekk, í samstarfi við Garðalund. Veðurspá fyrir þennan dag er góð.

Undirbúningur fyrir ferðina (6. mars):

  • Þeir sem vilja skrá sig í ferðina greiða rútu- og lyftugjöld 2500 kr. og skila foreldraleyfi í Garðalundi, mánudaginn 6. mars. (Leyfið má nálgast hér)
  • Þeir sem eiga árskort hafa það með sér í ferðina og greiða þá aðeins rútugjald, 1500 kr.
  • Ef einhver á daga inni á hörðu korti, er hægt að nota það.

7. mars:

Ath! Skíðafarar mæta í skólann kl. 10:00 og lagt verður af stað í fjallið kl. 10:30. Komið verður heim klukkan 16:30. Þessi tímasetning er valin til að nemendum gefist kostur á að nýta stólalyftuna sem opnar klukkan 14:00. Fram að því höfum við val um barnalyftu og 1-2 diskalyftur.

Þeir sem ekki fara í ferðina, mæta í skólann skv. stundaskrá.

Nemendur sem ætla ekki á skíði/bretti þurfa að vera í góðum útivistarfötum og  geta haft með sér snjóþotur og/eða spil til að spila í skálanum.

Við hvetjum alla sem eiga kost á að koma með eigin skíði/bretti eða geta fengið lánað hjá ættingjum og vinum að gera það. Slíkt styttir bið í skíðaleigunni – auk þess sem ekki er til endalaust af búnaði til útleigu þar sem fleiri skólar verða í fjallinu þennan dag. Munið bara að yfirfara búnaðinn áður en lagt er af stað svo skíða/bretta skórnir passi örugglega og passi einnig í bindingarnar.

Það kostar 2.200 kr. að leigja útbúnað fyrir skólakrakka í Bláfjöllum.

Nestismál:

  • Þeir sem eru í mataráskrift geta fengið matarpakka frá Skólamat sem þeir fá í matsölunni áður en þeir leggja af stað (samloka, ávöxtur og djús).  Þannig þeir þurfa að hafa með sér tösku til að setja nestið og ef þá langar í eitthvað meira þurfa þeir að hafa það með sér
  • Þeir sem eru ekki í áskrift sjá um að nesta sig sjálfir.
Nauðsynlegt er að skila foreldraleyfi í síðasta lagi mánudaginn 6. mars, en það má nálgast hér.
Til baka
English
Hafðu samband