Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðskælingar sáu Ara Eldjárn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands

09.02.2017
Garðskælingar sáu Ara Eldjárn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í gærmorgun, þ. 8. febrúar 2017, fóru allir nemendur og flestir starfsmenn Garðaskóla á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Ari Eldjárn var stórskemmtilegur kynnir á tónleikunum. Ellefu rútur fluttu okkur í vonskuveðri sem virtist samt ekki hafa nein áhrif á góða stemningu í hópnum. Ferðin gekk í alla staði vel og við erum ákaflega stolt af nemendum okkar sem voru til fyrirmyndar á allan hátt.

Hér að neðan má sjá tvö stutt myndbönd sem tekin voru upp fyrir og eftir tónleikana. 

 

Og hér geta að líta myndir sem teknar voru í ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband