Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jón Jónsson heimsótti Garðaskóla

08.02.2017 12:26
Jón Jónsson heimsótti Garðaskóla

Dagana 6.-7. febrúar heimsótti tónlistarmaðurinn Jón Jónsson alla 8. bekki í Garðaskóla til að ræða tóbaksvarnir. Undanfarin ár hefur Jón sinnt þessu forvarnarverkefni í samstarfi við Krabbameinsfélagið, meðal annars í Hafnarfirði og í Garðabæ. Hann kvað nýafstaðna heimsókn vera þá fjórðu í Garðaskóla og alltaf þykir honum hann njóta uppbyggilegra samskipta við nemendur skólans. Þá hafði hann gítarinn sinn með í för og söng frumsamið lag, en það nefnist „Vibbi í vör“, og tóku 8. bekkingarnir hressilega undir í viðlaginu.

Við þökkum Jóni kærlega fyrir innlitið og hlökkum til að sjá hann aftur að ári!

Til baka
English
Hafðu samband