Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

10. bekkur í heimsókn í Tækniskólann

24.01.2017 18:06
10. bekkur í heimsókn í Tækniskólann

Tækniskóli Íslands skóli atvinnulífsins bauð öllum nemendum í 10. bekk Garðaskóla í heimsókn í síðustu viku. Garðaskóli er aðili að GERT verkefninu (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) og var heimsóknin í tengslum við það verkefni.

Nemendur fengu að skoða hinar ýmsu og deildir Tækniskólans en námsframboð skólans er mjög fjölbreytt og spennandi.  Garðaskóli þakkar starfsfólki Tækniskólans fyrir frábærar móttökur.

Á meðfylgjandi myndbandi  af Facebook síðu Tækniskólans má sjá stutt myndband um heimsóknina.

Til baka
English
Hafðu samband