Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innleiðing nýsköpunar í textíl

27.11.2016 14:48
Innleiðing nýsköpunar í textíl

Þróunarverkefni í innleiðingu nýsköpunar í textíl er samvinnuverkefni Menntavísindasviðs Háskóli Íslands við Garðaskóla í Garðabæ.

Um er ræða spennandi samstarfsverkefni og þróunarverkefni sem styrkt er af Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðaneytisins í innleiðingu nýsköpunar í textíl milli Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Garðaskóla í Garðabæ. Um er að ræða samvinnu á milli lektors í textíl við MVS HÍ Ásdísar Jóelsdóttur og textílkennara í Garðaskóla, Guðrúnar Einarsdóttur. Verkefnið er fólgið í því að kennaranemar kenna nemendum í 10. bekk í tengslum við tilraunavinnu með ýmsum nýjum textílaðferðum og hugmyndavinnu fyrir nýsköpunarverkefni, ásamt því að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum. Lokamarkmiðið er síðan sameiginleg sýning á afurðum eftir nema á MVS og nemenda í 10. bekk í Garðaskóla. Sýningin stendur til 7. desember og er opin á skólatíma. Sýningin er í Garðaskóla, en í janúar fer hún upp í Stakkahlíð.

Myndir frá sýningunni má finna í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband