Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sviti og slökun á Gagn og gaman dögum

11.11.2016 00:03
Sviti og slökun á Gagn og gaman dögum

Á fjórða degi Gagn og gaman daga, fimmtudaginn 10. nóvember 2016, heimsótti hópur nemenda ásamt kennara G-FIT í Kirkjulundi, þar sem að Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir eigandi stöðvarinnar tók vel á móti þeim.

Dagskráin samanstóð af stöðvaþjálfun þar sem að vel var tekið á og púlsinn keyrður upp, æfingum sem styrkja djúpvöðva og stoðkerfið og að lokum var svo slakað vel á. Einnig fengu nemendur heilmikla fræðslu varðandi hreyfingu og heilbrigt líferni almennt.

Þátttakendur voru mjög ánægðir með dagskrána og þakkar hópurinn Guðbjörgu kærlega fyrir góðar móttökur og flotta dagskrá. J

Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í G-FIT.
 

Og hér geta að líta myndir sem teknar voru í heimsókninni.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband