Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spilavinir: Spurt og svarað

10.11.2016 23:30
Spilavinir: Spurt og svarað

Nemendur úr Garðaskóla heimsóttu verslunina Spilavini á Gagn og gaman dögum. Þátttakendur hópsins, sem brá sér í bæinn 7. nóvember 2016, sátu fyrir svörum.

  1. Hvað var gert í ykkar hóp? Við mættum í skólann kl. 09.00. Við fórum í strætó að Spilavinum. Við fengum kynningu á hinum ýmsu spilum. Síðan fórum við í hópa og spiluðum mörg skemmtileg spil. Við spiluðum m.a. Bollaspil, Attack on Tokyo, Fluxx og Cluedo. Eftir að við höfðum spilað fengum við okkur að borða, m.a. KFC og Subway og fórum svo heim. 
     
  2. Gerðist eitthvað óvænt eða ófyrirséð? Við áttum ekki von á því að þurfa að bíða í rigningu eftir að Spilavinir opnuðu. Við komum aðeins og snemma.

  3. Hvað var skemmtilegast? Að læra á ný spil. Spilið Imagino var skemmtilegast. Draugaspilið, sem við spiluðum síðast var skemmtilegast, en við munum sorglega lítið eftir því. Skemmtilegast var að spila með vinum.

  4. Eitthvað sem kom þér á óvart? Það var ekkert sérstakt sem kom á óvart. Það kom okkur á óvart hvað þetta var skemmtilegt. Við náðum ekki að spila nógu mörg spil  Hefðum viljað spila fleiri. 

  5. Hvað lærðir þú sem þú kunnir ekki áður?  Við lærðum nokkur ný spil.  Við lærðum fjögur ný spil, Imagine, Brainstorm, 7 og talnaspil sem við munum ekki hvað heitir.  Við lærðum Cluedo.  Við lærðum að spila þrjú ný spil og að kartaflan var uppgötvuð árið 1533 í spili sem heitir Tímalínan. Við lærðum að spila Attack on Tokyo. Við kunnum ekki öll spilin.
Til baka
English
Hafðu samband