Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skotfimi - Haglabyssa

10.11.2016 22:23
Skotfimi - Haglabyssa

Við mættum um kl. 8:30, fimmtudaginn 10. nóvember, í skólann í stofu 217 til Gísla. Við tókum strætó í Hafnarfjörð en þurftum að ganga í u.þ.b. hálftíma því strætóinn gekk ekki alla leið á staðinn. Þegar við komum að svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar tylltum við okkur inn í hús og þar tók á móti okkur Sigurþór, félagsmaður í Skotfélaginu.

            Fyrir utan húsið var svæðið þar sem við áttum að fara að skjóta og Sigurþór hafði stillt upp leirdúfum sem við áttum að reyna að skjóta niður. Það fóru þrír út í einu og fengu að skjóta fimm skotum hver úr haglabyssunni með góðri leiðsögn frá Sigurþóri. Eftir að allir höfðu fengið að skjóta sýndi hann okkur fleiri skotsvæði áður en við héldum heim með rútu.

Heilt yfir gekk mjög vel að hitta og allir í hópnum náðu að skjóta leirdúfu og margir allar fimm.

Ásdís Eva, Laila og Silja Sól. 

Til baka
English
Hafðu samband