Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Bogfimisetrið í Dugguvogi

10.11.2016 22:20
Heimsókn í Bogfimisetrið í Dugguvogi

Á mánudegi og þriðjudegi, 7. og 8. nóvember 2016, fór Skotíþróttahópurinn í Bogfimisetrið í Reykjavík og var það skemmtileg upplifun. Við tókum strætó þangað og löbbuðum smáspöl að setrinu. Þar tók kona á móti okkur og er hún í landsliðinu í bogfimi. Hún kenndi okkur aðalatriðin í bogfimi ásamt öryggisreglum og sýndi okkur nokkur skot.

            Við fengum að velja okkur margar tegundir af bogum og var hellingur að velja á milli. Það var hægt að skjóta blöðrur, plastdýr eða bara venjulegar skotskífur og gátum við valið fjarlægðina.

            Þegar við vorum búin að skjóta sýndi hún okkur bogann sinn sem kostaði 1.000.000 (rúmlega) og hann var ekkert smá flottur. Hún leit út fyrir að vera mjög “pro” með beltið sitt, hanskann, sérhannaðar örvar og allskonar.

Síðan var haldið heimleiðis með strætó.

Halldór, Stefán, Tómas og Þorbjörn. 

Til baka
English
Hafðu samband