Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
04.11.2016 13:40
Óhefðbundið skólastarf í næstu viku

Næsta vika (7.-11. nóvember) verður með óhefðbundnu sniði í Garðaskóla. Frá mánudegi til fimmtudags verða Gagn og gaman dagar og því mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um það í hvaða hópum þeir eru dag fyrir dag, klukkan hvað þeir eigi að mæta og hvað hafa skuli meðferðis.

Áskrift hjá Skólamat fellur niður þessa viku en hægt verður að kaupa samlokur og annað í matsölu nemenda og eins verður nemendahópur með kaffihús og bakkelsi til sölu þar þessa fjóra daga.

Á föstudeginum 11. nóvember sem er 50 ára afmælisdagur Garðaskóla, mæta nemendur og starfsfólk prúðbúið til leiks kl. 9:30. Nemendur eru beðnir um að koma með veitingar á sameiginlegt kaffiborð bekkjarsystkina. Eftir „pálínuboðið“ í umsjónarbekkjum marsera bekkirnir í íþróttahúsið í afmælisveislu sem lýkur svo með pizzuveislu í boði skólans. Það ætti því enginn að svelta þann daginn.

Garðaskóli verður svo opinn fyrir aðstandendur og aðra gesti frá kl.13:00-15:00 á afmælisdaginn og þar verður ýmislegt að sjá frá liðnum tíma.

Einnig verður opið hús laugardaginn 12. nóvember frá kl.11.00-14:00.

Til baka
English
Hafðu samband