Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
18.10.2016 15:32
Leikhúsferð 9. og 10. bekkinga á Djöflaeyjuna

Frá skólabyrjun hafa nemendur 9. bekkjar í Garðaskóla lesið Djöflaeyjuna, eftir Einar Kárason. Að lestrinum loknum þótti íslenskukennurum tilvalið að fara með nemendum í Þjóðleikhúsið og sjá efnið flutt í leik- og dansbúningi. Þar sem 10. bekkingar lásu söguna einnig sl. vor fengu þeir að koma með.

Alls fóru um 120 nemendur, auk kennara, að sjá Djöflaeyjuna sunnudaginn 16. okt. og skemmtu sér allir hið besta. Þess má geta að nemendur voru sér, skólanum og aðstandendum til mikils sóma.

Til baka
English
Hafðu samband