Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
10.10.2016 15:36
Verðlaunahafar í teiknimyndasamkeppni Forvarnarviku Garðabæjar

Í tilefni af forvarnarviku Garðabæjar 10.-14. október var efnt til teiknimyndasamkeppni í grunnskólum bæjarins um slagorðið ,,Ertu gæludýr símans þíns?“ sem var valið sem yfirskrift vikunnar.

Þátttaka í samkeppninni var góð og augljóst er að við eigum marga hæfileikaríka nemendur í Garðaskóla. Tveir nemendur okkar fengu verðlaun fyrir sína mynd, það voru þau Laufey Sara Malmquist í 10. RT og Óttar Egill Arnarsson í 10.SR.

Við óskum þeim til hamingju með verðlaunin með von um að þau haldi áfram að vaxa sem listamenn. 

Til baka
English
Hafðu samband