Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
07.10.2016 20:32
Gerum betur - börn og snjalltæki

Mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar, i samvinnu við Grunnstoð Garðabæjar, boðar til fræðslufundar fyrir foreldra undir yfirskriftinni „Gerum betur – Börn og snjalltæki“ í tilefni af forvarnaviku í grunnskólum í Garðabæ.

Fundartími: Þriðjudagurinn 11. október kl. 20 - 22 
Fundarstaður: Sjálandsskóli.

 

Dagskrá:

Netfíkn er samfélagslegt ógn: Friðþóra Arna Sigfúsdóttir

Sonur Friðþóru hefur glímt við tölvuleikjafíkn sem hún áttaði sig ekki á fyrr en ástandið var orðið mjög alvarlegt. Sonur hennar hefur nú náð tökum á fíkninni og segir hún frá reynslu sinni.

 

Ofnotkun netsins: Eyjólfur Örn Jónsson

Eyjólfur Örn er sálfræðingur sem hefur í fjölda ára unnið með börnum og ungmennum sem hafa lent í vandræðum vegna mikillar netnotkunar og eru föst í heimi tövuleikja og/eða snjalltækja.

 

Foreldrar eru hvattir til að sækja fundinn, bæði til að fræðast og einnig til að vera hluti af þeirri umræðu og samstöðu sem kannanir sýna að er nauðsynleg og mikilvæg.

Til baka
English
Hafðu samband