Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
03.10.2016 10:20
Kynningarfundur um lesblindu

Miðvikudaginn 5. október n.k. klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfundur, fyrir foreldra nemenda í Garðaskóla, um lesblindu. Snævar Ívarsson framkvæmdarstjóri hjá Félagi lesblindra ætlar að tala almennt um lesblindu og lýsa m.a. reynslu sem lesblindur einstaklingur. Einnig mun hann kynna hvernig hægt er að nýta tölvur, síma og önnur snjalltæki til að lágmarka áhrif lesblindu á nám og starf.

Yfirskrift erindis hans er ,, Lesblinda hefur ekkert með greind að gera“.   

Eftir fræðslu frá Snævari þá gefst foreldrum  kostur á að koma með fyrirspurnir og prófa þá snjalltækni sem hægt er að nýta og lesblindum stendur til boða.

Fræðslan hjá Snævari er liður í þróunarverkefni sem unnið er að í Garðaskóla og ber yfirskriftina ,,Láttu tæknina vinna með þér“. Tilgangur verkefnisins er að fræða skólasamfélagið þ.e. kennara, nemendur og foreldra um lesblindu og áhrif hennar á nám og úrvinnslu og kenna lesblindum nemendum að nýta sér þau úrræði sem eru í boði til að þeir geti nýtt sér námshæfileika sína til fullnustu. 

Kynningarfundurinn verður í sal skólans og hefst stundvíslega klukkan 17:00. Foreldrar/forráðmenn lesblindra nemenda eru sérstaklega boðnir velkomnir. 

Til baka
English
Hafðu samband