Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæð samskipti foreldra og barna

03.05.2016 14:37

Þriðjudaginn 3. maí kl. 20.00 mun Elín María Björnsdóttir verða með fyrirlestur í Garðaskóla sem fjalla mun um jákvæð samskipti foreldra og barna.

Elín er kennari að mennt og starfaði sem slíkur um árabil, m.a. í Garðaskóla. Undanfarin ár hefur hún starfað með skólastjórum, kennurum og starfsfólki skóla víða um heim við að skapa leiðtogamenningu í menntakerfum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra og sinnt mikilvægu brautryðjendastarfi. Nú er komið að því að foreldrar í Garðabæ fá að hlýða á uppbyggilegan fyrirlestur um jákvæð samskipti foreldra og barna. Sjá nánar á Facebook síðu foreldrafélagsins.

Mætum öll kl. 20:00.

Kær kveðja,
stjórn foreldrafélagsins

 
 
Líkar þettaShow more reactions
Skrifa ummæli

 

Til baka
English
Hafðu samband