Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar í Garðaskóla

28.04.2016 14:45
Listadagar í Garðaskóla

Listadagar í Garðaskóla er liður af dagskrá Listadaga barna og ungmenna í Garðabæ sem haldnir eru annað hvert ár í lok apríl. Að þessu sinni var ákveðið að brjóta upp hefðbundið skólastarf í Garðaskóla í  þrjá daga, 25.-27. apríl, fyrst með Jafnréttisþingi og svo hópadagskrá undir formerkjum Listadaga.

Hver umsjónarhópur fór á milli stofa og tók þátt í margvíslegu starfi, sem allt tengdist listum á einhvern hátt. Má þar nefna „Litur og vindur“, „Söngur og tónlist“, „Ljóð“ og „Origami“. Allir hópar höfðu það verkefni að taka upp og klippa saman myndband sem sýndi vinnu þeirra á Listadögum. Hver árgangur horfði svo á sín myndbönd eftir hádegi á miðvikudaginn.

Lokaviðburður Listadaga Garðaskóla var árshátíðin sem fram fór í íþróttamiðstöðinni Ásgarði með pompi og prakt á miðvikudagskvöldið.

Hægt er að sjá myndir frá Listadögum í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband