Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flotslökun í 10. bekk

21.04.2016 08:16
Flotslökun í 10. bekk

Boðið er upp á valfagið Slökun og yoga í 10. bekk í Garðaskóla. Hópurinn er þessa dagana að prófa óhefðbundna slökun sem kallast flot og fer fram í sundlauginni í Ásgarði.

Um er að ræða nýjung í slökun, þar sem hver nemandi fær hettu og tvær flothlífar. Hver og einn sér svo um sína slökun með því að fljóta um laugina og anda djúpt og rólega. Má því segja að hver og einn sé í sínum draumaheimi enda nýttu nemendur sér hinar ýmsu slökunaraðferðir.

Fyrsti hópurinn var mjög sáttur við þessa tilraun Svandísar kennara og því mun hún bjóða fleiri hópum upp á sambærilega flotslökun á næstu vikum.

Til baka
English
Hafðu samband