Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frokost í dönskutíma í 10. bekk

09.03.2016 08:55
Frokost í dönskutíma í 10. bekkNemendur í dönsku í 10. bekk hafa undanfarið verið að vinna með orðaforða í tengslum við mat.

Í tilefni af því var haldið Pollýönnuboð í dönskuhópnum hennar Erlu þar sem þemað var danskur frokost (hádegisverður) en svo heppilega vildi til að Hagkaup er með danska daga um þessar mundir og því auðvelt að finna danska matvöru. Bekkurinn gerði sameiginlegan innkaupalista og hver nemandi valdi hvaða hráefni/vöru hann ætlaði að koma með á sameiginlegt veisluborð.

Hópurinn hjálpaðist að við að undirbúa veisluna; suðu egg, hituðu lifrakæfu með beikoni, léttsteiktu frikadellur (kjötbollur), lögðu á borð, smurðu smurbrauðssneiðar með ýmsu góðgæti o.fl. Auðvitað var boðið upp á danskt sætabrauð og flødeboller og svo komu tveir nemendur með þriggja hæða súkkulaðiköku með danska fánanum á.

Að loknum undirbúningi gæddi hópurinn sér á veitingunum og gestir litu við, enda dregur dönsk popptónlist, góð lykt og hlátur að fólk úr öllum áttum. 

Hægt er að sjá myndir frá veislunni í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband