Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólatónleikar Garðaskóla

12.02.2016 12:00
Skólatónleikar Garðaskóla

Hinir árlegu skólatónleikar Garðaskóla voru haldnir föstudaginn 12. febrúar. Öllum árgöngum var boðið í gryfjuna til að hlýða á nemendur Garðaskóla sem einnig eru nemendur í  Tónlistarskóla Garðbæjar. Auk þess stigu nemendur valfagsins Hringekja á stokk en fagið er unnið í samstarfi við tónlistarskólann.

Markmið valfagsins er að nemendur í 9. og 10. bekk öðlist grunnfærni á ritmísku hljóðfærin fjögur: rafgítar, rafbassa, hljómborð og trommur/slagverk. Kennt er á hvert hljóðfæri í nokkrar vikur og í lokin er mynduð hljómsveit og lög æfð í samræmi við getu hópsins. Valfagið spilaði tvö lög á tónleikunum og annað frumsamið!

Tónleikarnir voru undir stjórn Ómars Guðjónssonar og annarra kennara tónlistarskólans. Óhætt er að segja að góð stemmning hafi myndast og sýndu áhorfendur samnemendum sínum bæði virðingu og stuðning við flutninginn. 

Hægt er að sjá myndir frá tónleikunum í myndasafninu.

 
Til baka
English
Hafðu samband