Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur taka við stjórnartaumunum í "Að rækta líkamann"

28.01.2016 11:06
Nemendur taka við stjórnartaumunum í "Að rækta líkamann"

Í vetur eru um tuttugu stúlkur skráðar í valfagið "Að rækta líkamann" og svo annar svipaður hópur með strákum. Veturinn 2015-16 eru stúlkurnar allar úr 9.bekk og er þetta mjög jákvæður og skemmtilegur hópur. Eitt af verkefnunum eftir áramót er að nemendur taka sig til og kenna eitthvað efni í tveggja manna teymum.

Í byrjun vorannar var farið yfir hvernig best er að útbúa tímaseðla/tímaskýrslur þar sem fram kemur hvað á að kenna. Uppbygging hvers tíma er svipuð og stutt ritgerð; upphitun, miðja/kjarni og svo tímalok en þá eru yfirleitt teknar teygjur eða farið í slökun.

Hópurinn kemur sér síðan saman um hvaða íþróttagrein hvert par kennir. Stelpurnar eru mjög hugmyndaríkar, sem dæmi má nefna að á dagskrá er leikjatími, dans, fimleikar, hnit og yoga. 

Meðfylgjandi myndband sýnir eitt teymið takast á við kennslu í fimleikasalnum.

Til baka
English
Hafðu samband