Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafningjafræðsla um einelti

12.01.2016 15:54
Jafningjafræðsla um einelti

Nemendaráðgjafar í 9. og 10. bekk Garðaskóla eru þessa dagana með eineltisfræðslu fyrir nemendur í 8. bekkjum, undir leiðsögn námsráðgjafa. Hugmyndafræðin með jafningjafræðslunni er sú að yngra fólk getur hugsanlega náð betur til annars ungs fólks en fullorðnir. Í fræðslunni er m.a. rætt um hvað er einelti og hugsanlegar afleiðingar þess, neteinelti, hvernig eigi að bregðast við ef nemendur verða varir við einelti og mikilvægi þess að segja frá.     

Til baka
English
Hafðu samband