Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rúmfræðiverkefni í stærðfræði

06.01.2016 10:09
Rúmfræðiverkefni í stærðfræði

Nemendur í stærðfræði í  10. bekk og 9. bekk flugferð unnu rúmfræði hópverkefni í stærðfræði í vetur eins og gert hefur verið síðustu ár, þar sem þeir bjuggu til flókinn skúlptúr úr þrívíðum formum. Nemendur áttu að nota helst 5 mismunandi form og heildarfjöldi forma átti að vera 8-15.

Útlit verkefnisins var alveg í höndum nemenda og efnið sem þeir höfðu til að vinna úr var karton og málningarlímband. Nemendur þurftu svo líka að skila rúmmáls- og yfirborðsflatarmálsreikningum af lokaafurðinni. Einhverjir gengu lengra í hönnuninni og fengu að stinga sér inn í myndmennt til að fegra útkomuna enn frekar. Verkefnið tókst í alla staði mjög vel og voru nemendur ánægðir með þetta uppbrot frá hefðbundnu stærðfræðinámi.

Í myndasafninu er hægt að sjá nokkrar myndir úr vinnunni og af afrakstrinum.

Til baka
English
Hafðu samband