Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Starfamessa" í Garðaskóla

16.12.2015 09:13
"Starfamessa" í Garðaskóla

Þriðjudaginn 15. desember síðastliðinn var ,,Starfamessa“ haldin í annað sinn í Garðaskóla. Hópur foreldra nemenda í 10. bekk komu í skólann og kynntu þar störf sín. Nemendur fengu að kynnast hinum ýmsu störfum og voru dugleg að afla sér upplýsingar um eðli starfanna og menntunarleiðir.

Kynning á störfum er liður í starfsfræðslu til nemenda í 10. bekk  og frábært að nýta krafta foreldra í þessu samhengi, enda um fjölbreytt störf að ræða sem foreldrahópurinn sinnir. Þess má geta að nemendur í 8. og 9. bekk  fengu einnig að kynna sér störf og menntunarleiðir. Almenn ánægja var með þessa kynningu bæði á meðal foreldra, nemenda og starfsfólks og ljóst að atburður sem þessi verður settur sem fastur dagskrárliður í skólastarfi Garðaskóla í framtíðinni.

Við viljum þakka kærlega þeim foreldrum sem gáfu sér tíma til að aðstoða okkur í þessu þarfa og skemmtilega verkefni. Hægt er að sjá myndir frá Starfamessunni í myndasafninu en einnig er búið að klippa stutt myndband með samantekt.

Til baka
English
Hafðu samband