Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur skólans 2015

11.11.2015 13:33
Dagur skólans 2015

Afmælishátíð Garðaskóla eða "Dagur skólans" var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 11. nóvember en Garðaskóli fagnar 49. starfsári í ár. Skipulagning hans er í höndum nemenda í Félagsmálavali og var ákveðið að hefja dagskrá kl. 10:50. Nemendur sameinuðust í íþróttahúsinu Ásgarði þar sem skemmtiatriði og leikir með nemendum og kennurum voru í forgrunni. Mikil stemmning myndaðist og þeir nemendur sem stigu á stokk eiga hrós skilið, sem og nemendur í Félagsmálavali sem undirbjuggu og kynntu dagskrána.

Eftir samveruna var boðið upp á pizzu og gos í mötuneyti nemenda. Núna er bara að byrja að undirbúa fimmtugsafmælihátíð skólans sem haldin verður með pomp og prakt næsta haust.

Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband