Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í félagsmálafræði undirbúa Gagn og gaman

28.10.2015 12:53
Nemendur í félagsmálafræði undirbúa Gagn og gaman

Nemendur í 9. og 10. bekk í Félagsmálafræði mættu kl. 9 að morgni starfsdags til að undirbúa Gagn og gaman í Garðaskóla sem stendur yfir dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Félagsmálafræðin gengur út á að búa til öflugt, gott og fjölbreytt félagslíf nemenda í Garðaskóla. Að jafnaði þarf nemandi að skila 4-5 tímum á viku í félagsstörf en verkefnin efla leiðtogahæfni, félagslega hæfileika og mannleg samskipti.

Allir nemendur nemendur skiluðu inn valblöðum fyrir hópastarf í síðustu viku, en mikið verk getur verið að raða þeim í hópa svo öllum líki. Byrjað er á að rugla blöðunum (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum) svo tilviljanakennt er hvernig raðast inn. Eftir að röðin hefur verið ákveðin þarf að slá allar upplýsingarnar inn í tölvu og vonandi koma til móts við áhuga allra. 

Boðið er upp á 29 mismunandi hópa að þessu sinni og má þar nefna; Afró, Flug og flugnám, Villibráð, Leiklist og Þrívíddargrafík. 

 

Til baka
English
Hafðu samband