Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd könnunarpróf í 10. bekk

18.09.2015 13:17

Dagana 21.-23. september verða samræmd próf í 10. bekk. Við minnum nemendur á það að mæta stundvíslega og með öll hjálpargögn sem leyfileg eru meðferðis. Á meðan samræmd próf eru, verður engin önnur kennsla hjá 10. bekk.

8. og 9. bekkur fylgja venjubundinni stundaskrá þessa daga, þó með einni undantekningu hjá 9. bekk þar sem allur árgangurinn verður á kynningu á sal frá öðrum tíma og fram að hádegi á mánudegi.

Við viljum ítreka mikilvægi þess að allir hjálpist að við gefa 10. bekkingum góðan vinnufrið á meðan á prófunum stendur og óskum þeim góðs gengis.

Til baka
English
Hafðu samband