Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli fær viðurkenningu frá GERT

09.09.2015 16:00
Garðaskóli fær viðurkenningu frá GERT

Garðaskóli fékk viðurkenningu á dögunum frá GERT en það er  þróunarverkefni  sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitafélaga og Samtök atvinnulífisins settu á laggirnar til eflingar verk- og tæknimenntunar meðal íslenskra ungmenna. Garðaskóli skráði sig til þátttöku á haustdögum 2013 og hefur jafnt og þétt unnið að verkefnum er tengjast þessum málaflokki. Tengslamyndun við vinnustaði í nærumhverfi og víðar hefur verið eitt af forgangsverkefnum en samvinna atvinnulífs og skóla er mikilvægur flötur sem vert er að efla enn frekar og hefur Garðaskóli komið af stað ýmsum verkefnum þess eðlis sem vöktu athygli innan GERT. 

Á myndinni má sjá Höllu Kristínu Guðfinnsdóttur verkefnastjóra GERT afhenda Auði Sigurðardóttur náms-og starfsráðgjafa og Ingibjörgu Önnu Arnarsdóttur aðstoðarskólastjóra í Garðaskóla viðurkenninguna. 

Til baka
English
Hafðu samband