Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahreysti

24.04.2015 17:29
Skólahreysti

Skólahreysti er vinsæl valgrein í Garðaskóla. Til viðbótar við þá þjálfun sem þar fer fram allt skólaárið tekur lið skólans þátt í skólahreysti keppninni sem sýnd hefur verið í sjónvarpinu undanfarnar vikur. Lið Garðaskóla var valið í undankeppni í Ásgarði og var skipað frábærum íþróttamönnum: Frosta Hlynssyni, Grími Valdemarssyni, Jónínu Benediktsdóttur og Kolbrúnu Þöll Þorradóttur. Varamenn voru Jón Alex Pétursson og Hekla Mist Valgeirsdóttir.

Í ár keppti Garðaskóli í gríðarlega sterkum riðli skólanna af Suðurnesjum og má skoða keppnina í Sarpinum hjá RÚVSarpinum hjá RÚV. Liðið náði frábærum árangri og lenti í þriðja sæti á eftir margföldum meisturum úr liðum Holtaskóla og Heiðarskóla. Frosti Hlynsson sigraði bæði upphýfingar og dýfur, geri aðrir betur.

Við erum stolt af frábæru íþróttafólki í Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband