Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólmyrkvi 20. mars

16.03.2015 11:08
Sólmyrkvi 20. mars

Sólmyrkvi verður sýnilegur á Íslandi föstudaginn 20. mars og verður í hámarki kl. 9.40. Starfsfólk og nemendur Garðaskóla munu laga skipulag dagsins að viðburðinum og hliðra til frímínutum til að geta farið saman út og fylgst með sólmyrkvanum. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnes hefur gefið nemendum og kennurum Garðaskóla sólmyrkvagleraugu sem afhent verða áður en farið er út í skoðunina.

Í glærusýningu sem fagstjóri í náttúrufræði tók saman má lesa ýmsan fróðleik um sólmyrkva. Einnig má nálgast fróðleik á Stjörnufræðivefnum.

Til baka
English
Hafðu samband