Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
17.02.2015 09:59
Foreldrakönnun SkólapúlsinsNú í febrúar fer fram foreldrakönnun Skólapúlsins hér í Garðaskóla. Við biðjum þá foreldra sem eru í úrtaki könnunarinnar að svara sem fyrst því mikilvægt er fyrir okkur að ná lágmarks svarhlutfalli þannig að við fáum niðurstöður birtar. Þetta er mikilvægt tæki í sjálfsmati skólans og styður okkur í þeirri vinnu að gera gott skólastarf enn betra.

Í úrtakinu eru 120 forráðamenn. Þessir einstaklingar hafa þegar fengið tölvupóst frá Skólapúlsinum með aðgangsorði.

Niðurstöður kannana sem gerðar eru í Garðaskóla eru alltaf aðgengilegar á vef skólans og hafa mikil áhrif á forgangsröðun verkefna og þá stefnu sem starfsfólk skólans setur í starfinu.

Með von um jákvæð viðbrögð.
Stjórnendur og gæðanefnd Garðaskóla.
Til baka
English
Hafðu samband