Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
13.01.2015 11:23
Punktakerfi fyrir ástundun

Frá og með 2. janúar 2015 varð breyting á punktakerfinu sem notað er í Garðaskóla til að fylgjast með ástundun nemenda. Nú eru þrír punktar gefnir fyrir fjarvist í stað tveggja áður. Áfram er gefinn einn punktur fyrir seintkomur.

Tilefni breytingarinnar er lenging hverrar kennslustundar og þar með fækkun vikulegra kennslustunda. Skólaráð Garðaskóla hefur rætt þetta mál í haust og má skoða umræðu þess á vef skólans.

Nánari upplýsingar um punktakerfið og reglur skólans varðandi ástundun og skólasókn má lesa í kaflanum Samskipti og skólaandi.

Til baka
English
Hafðu samband