Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfamessa í Garðaskóla

16.12.2014 15:21
Starfamessa í Garðaskóla

Í morgun var Starfamessa í Garðaskóla þar sem hópur foreldra nemenda í 10. bekk kom og kynnti störf sín. Kynning þessi féll vel í kramið hjá nemendum í 10. bekk en allir árgangar fengu síðan að kynna sér fjölbreytt störf og menntunarleiðir.  Ljóst er að kynning sem þessi verður árlegur viðburður hér í Garðaskóla þar sem einstaklega vel tókst til  og viljum við þakka foreldrum fyrir góð viðbrögð við beiðni okkar og að leyfa nemendum að fræðast um nám þeirra og störf. Myndir frá Starfamessunni má skoða á myndavefnum.

Til baka
English
Hafðu samband