Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

RÚV í stærðfræðitíma

04.11.2014 15:27
RÚV í stærðfræðitíma

RÚV kom í heimsókn í stærðfræðitíma í 10. bekk til okkar vegna appsins Photomath sem er orðið gríðarlega vinsælt um allan heim. Við lögðum fyrir algebruverkefni og nemendur máttu nýta sér appið við lausn verkefnisins. RÚV tók myndir af nemendum, viðtöl við Benedikt, Bergþóru og Kristjönu og þau spurð út í kosti og galla appsins. Þetta verður sýnt í kvöldfréttum RÚV í kvöld eða annað kvöld og endilega fylgist með því.

Fréttina má skoða á vef RÚV.

Stærðfræðikveðja Elena og Svandís

Til baka
English
Hafðu samband