Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gosmengun og útikennsla

04.11.2014 09:43

Í dag mælist gosmengun á höfuðborgarsvæðinu við vinnuverndarmörk. Við slíkar aðstæður mun Garðaskóli færa alla útikennslu inn til að lágmarka áhrif mengunarinnar á nemendur. Sundkennsla fellur til dæmis niður og nemendur fara í staðinn í íþróttir innanhúss.

Samkvæmt ráðleggingu Umhverfisstofnunar verða þessar ráðstafanir gerðar þegar mengun á höfuðborgarsvæðinu fer yfir 1100 mikrogrömm/rúmmetra.

Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar.

Til baka
English
Hafðu samband