Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góð gjöf til nemenda í 9. bekk

01.11.2014 12:10
Góð gjöf til nemenda í 9. bekk

Nýverið fengu nemendur í 9. bekk góða gjöf afhenta en það var ný útgáfa af málfræðibókinni Málfinni. Það var Svanhildur Kr. Sverrisdóttir höfundur Málfinns sem gaf öllum nemendum í 9. bekk Garðaskóla eintak af bókinni. Svanhildur var lengi íslenskukennari og fagstjóri í íslenskudeildinni við Garðaskóla. Hún lauk nýverið doktorsrannsókn sinni á kennsluháttum í íslensku í elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla og starfar nú sem sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Við vonum að nemendur nýti Málfinn vel til náms og sem handbók um íslenskt mál. Svanhildi færum við bestu þakkir fyrir rausnarlega og góða gjöf.

Til baka
English
Hafðu samband